Fréttir
Besti misliti hrúturinn á sýningu Snæfellinga var 989 hjá Dísu í Mávahlíð. „Þetta var feikivænn, breiðvaxinn og vel gerður gripur með þykka vöðva. Hann var svartflekkóttur, mikið hvítur og vel hyrndur.“ Lokapunktur eins og ávallt var úthlutun á verðlaunaskildinum ægifagra eftir Ríkharð Jónsson. Að þessu sinni fór hann til Dísu frá Mávahlíð fyrir lamb 341 sem dæmdist best þessara yfir 40 úrvalslamba í Snæfellsneshólfi. Á myndinn er Freyja Naómí með besta mislita hrútinn og Embla Marína með sinn hrút sem var besti kollótti ásamt því að vera besti hrútur sýningarinnar. Vinkonur stelpnanna eru með skjöldinn þær Birta Líf og Erika Lillý. Ljósm. HL

Lambhrútasýningar á Vesturlandi haustið 2025 – Fyrsti hluti

Undanfarin tvö haust hefur Skessuhorn birt frásagnir mínar af yfirlitssýningum lambhrúta víða á Vesturlandi. Sauðkindin á marga áhangendur og hafa þessi skrif vakið áhuga einhverra lesenda og feta ég því enn sömu slóð. Íslensk bændamenning hefur lifað með þjóðinni frá því að hafið var að skrifa frásagnir á kálfskinn fyrir mörgum öldum. Einn þáttur hennar er búfjárrækt líkt og í nágrannalöndum. Hún hefur blómstrað hérlendis í meira en öld mest hjá sauðfé og hrossum. Einn þáttur þessa menningarstarfs eru búfjársýningar á sauðfé sem íslenskt sveitafólk og margir fleiri hafa mikinn áhuga á og blómstrar hvergi betur í dag en á Vesturlandi. Hér birtist fyrsti skammtur. Framundan eru þrjár umfallanir um Borgarfjarðarsýningar og Dalamenn reka lestina með sýningu sína í byrjun vetrar.

Lambhrútasýningar á Vesturlandi haustið 2025 - Fyrsti hluti - Skessuhorn