Fréttir

Snæfellsbær lengir líftíma lóðarleigusamninga eldri byggðar

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt tillögu Kristins Jónassonar bæjarstjóra að gefa tæknideild Snæfellsbæjar heimild til að gera lóðarleigusamninga til sjö ára, í þeim tilvikum sem tæknideild metur það skynsamlegt, vegna þeirra fasteigna í Snæfellsbæ sem standa á svæðum þar sem um víkjandi byggð er að ræða samkvæmt aðal- og deiliskipulagi.