Fréttir

true

Segir tíma kominn til að Akraneskaupstaður verji sína hagsmuni

Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness skrifar á FB síðu sína í gær pistil sem vakið hefur upp hörð viðbrögð. „Það er löngu orðið ljóst að Hvalfjarðarsveit hefur engan hug á að sameinast Akraneskaupstað. Það er mikilvægt að skattgreiðendur á Akranesi átti sig á því að í dag eru í gildi fjöldi samstarfssamninga þar…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit óskar eftir tillögum frá íbúum

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur óskað eftir ábendingum og tillögum frá íbúum sveitarfélagsins vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026-2029. Í tilkynningu segir að allar tillögur og ábendingar verði teknar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar. Ábendingar frá íbúum geta til dæmis snúið að nýjum verkefnum, tillögum til hagræðingar í rekstri, verkefnum sem leggja þarf áherslu á…Lesa meira

true

Það eru fleiri tímar í sólarhringnum á Mýrunum

Rætt við hjónin Eyrúnu Eyþórsdóttur og Þórð Sigurðsson bændur í Leirulækjarseli Hundurinn lætur vita að það sé kominn bíll í hlað. Bóndinn birtist í dyragættinni, gengur brosandi móti komumanni. Býður faðminn og traust handtak. Hundurinn fær að þefa af hönd; jú það er í lagi með þennan. Blaðamaður er kominn í heimsókn í Leirulækjarsel. Boðinn…Lesa meira

true

Sólmyrkvi að ári en sá næsti eftir 170 ár

Um þessar mundir er ár þangað til stjörnufræðilegur stórviðburður verður á Íslandi, en miðvikudagurinn 12. ágúst 2026 kemst þá í sögubækur vegna almyrkva á sólu sem gengur yfir norðurslóðir jarðar, þar á meðal austanvert Grænland og ekki síst Ísland. Hér verður hann í hámarki yfir hafi skammt vestan við Látrabjarg kl. 17:45.53 í 2 mínútur…Lesa meira

true

Hefja vetrarstarfið í næstu viku

Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum hefur starfsemi sína að nýju miðvikudaginn 3. september. Fundað er í félagsheimilinu Brún alla miðvikudaga kl. 13:30. Boðið er upp á ánægjulega samverustund í góðum félagsskap. Tekið í spil, ljóð dagsins lesið, áhugaverð erindi og kaffiveitingar með þeim bestu.Lesa meira

true

Starf sóknarprests í Stafholti verður auglýst

Eins og greint var í frétt hér á vefnum á sunnudaginn hefur séra Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Stafholti ákveðið starfslok sín í Borgarfirði laugardaginn 30. ágúst nk. Hún mun fari í starf hjá Selfosskirkju 1. september. Undir prestakallið í Stafholti heyrir Hvammssókn, Norðtungusókn auk Stafholtssóknar. Heimir Hannesson, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, staðfesti við Skessuhorn síðdegis í dag…Lesa meira

true

Fjöldamet á nemendagörðum hjá LbhÍ og haustið fer vel af stað

Aðsókn að Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er góð í ár, að sögn Ragnheiðar Þórarinsdóttur rektors. Mánudaginn 18. ágúst var tekið á móti nýnemum í skólann. Aðsóknin í í búfræðina er sérstaklega góð þar sem 31 staðnemendur og 15 fjarnemendur hefja nám. Þá hefja 76 nemendur grunnnám við háskólann og 32 meistaranám. Þrír nýir doktorsnemendur eru…Lesa meira

true

Styttist í sýningarlok á Bergmáli

Laugardaginn 9. ágúst sl. var opnuð sýningin Bergmál – Ekko í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Sýningin er samstarfsverkefni sex listakvenna, þriggja frá Íslandi og þriggja frá Noregi undir heitinu Ecophilosopic Dialouges. Verkefnið hófst með formlegum hætti vorið 2022 og er unnið til skiptis á Íslandi og Noregi við sýningarhald, vinnustofudvöl og fleira. Því er ætlað…Lesa meira

true

Malbikað á Bröttubrekku og umferð beint um bágborinn Heydalsveg

Vegna malbikunarframkvæmda á morgun, miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst, verður Vestfjarðavegur um Bröttubrekku lokaður báða dagana frá kl. 8-20 frá Hringvegi í Norðurárdal að Snæfellsnesvegi. Hjáleið verður um Laxárdalsheiði og Heydalsveg. Verktaki í framkvæmdinni er Malbikunarstöðin Höfði. Íbúar í Hnappadal hafa kvartað undan bágu viðhaldi vegarins um Heydal, en Vegagerðin ber við peningaleysi…Lesa meira

true

Guðrún Karítas setti glæsilegt Íslandsmet í sleggjukasti

Um síðustu helgi fór Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fram á Selfossi þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins tók þátt. Borgfirðingar áttu þar sína fulltrúa. Í sleggjukasti kvenna kastaði Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frá Vatnshömrum, sem keppir fyrir ÍR, lengst allra eða 71,38 m sem er glæsilegt nýtt Íslandsmet og í fyrsta sinn sem hún kastar sleggjunni…Lesa meira