
Meðfylgjandi myndir af Heydalsvegi voru teknar nú rétt í þessu.
Malbikað á Bröttubrekku og umferð beint um bágborinn Heydalsveg
Vegna malbikunarframkvæmda á morgun, miðvikudaginn 27. ágúst og fimmtudaginn 28. ágúst, verður Vestfjarðavegur um Bröttubrekku lokaður báða dagana frá kl. 8-20 frá Hringvegi í Norðurárdal að Snæfellsnesvegi. Hjáleið verður um Laxárdalsheiði og Heydalsveg. Verktaki í framkvæmdinni er Malbikunarstöðin Höfði.