
Sólmyrkvi að ári en sá næsti eftir 170 ár
Um þessar mundir er ár þangað til stjörnufræðilegur stórviðburður verður á Íslandi, en miðvikudagurinn 12. ágúst 2026 kemst þá í sögubækur vegna almyrkva á sólu sem gengur yfir norðurslóðir jarðar, þar á meðal austanvert Grænland og ekki síst Ísland. Hér verður hann í hámarki yfir hafi skammt vestan við Látrabjarg kl. 17:45.53 í 2 mínútur og 13 sekúndur. Þetta verður í fyrsta sinn sem almyrkri sést frá Íslandi síðan einn slíkur gekk yfir með fram suðurströnd landsins í lok júní árið 1954, en þess má geta að næsti almyrkvi sem gengur yfir Ísland verður ekki fyrr en árið 2196 eða eftir um 170 ár. Til nánari skýringar má nefna að almyrkvi verður þegar tunglið gengur á milli jarðarinnar og sólar þannig að það hylur algerlega sólina frá jörðu séð.