Fréttir

true

Hlýjustu sjö mánuðir frá upphafi í Stykkishólmi

Árið 2025 hefur hingað til einkennst af sögulegum hlýindum og nýjum hitametum. Í samantekt Kristínar Bjargar Ólafsdóttir, sérfræðings á sviði veðurfarsrannsókna, kemur fram að maí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga með tíu daga hitabylgju og nýtt landsmet, 26,6°C á Egilsstaðaflugvelli. Vorið var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið og júlí jafnaði metið frá…Lesa meira

true

Orkuveitan hagnaðist um 4,9 milljarða á fyrri hluta ársins

Orkuveitan var rekin með 4,9 milljarða króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðunnar. Til Orkuveitunnar teljast, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Þessi niðurstaða er nokkuð jákvæðari en á sama tímabili fyrra árs, þegar hagnaður nam 4,3 milljörðum króna. Á fyrri helmingi ársins jukust rekstrargjöld um 340 m.kr.…Lesa meira

true

Hús kynslóðanna tekið að rísa úr jörðu

Framkvæmdir eru nú á fullu við byggingu Húss kynslóðanna við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Þar munu á neðstu hæð verða nemendagarðar Menntaskóla Borgarfjarðar en tólf íbúðir fyrir eldri borgara á efri þremur hæðum. Bílakjallari mun rúma bílastæði fyrir allar íbúðir en töluvert mikið þurfti að sprengja til að gera pláss fyrir hann. Húsið er staðsteypt…Lesa meira

true

Bæta þarf löggæslu í Dölum

Sveitarstjórn Dalabyggðar skilaði á fundi sínum fyrir stuttu inn umsögn sinni um fyrirliggjandi frumvarpsdrög um almannavarnir. Þar er megin áhersla lögð á að vekja athygli á að ekki sé um að ræða fasta viðveru lögreglu í þessu víðfeðma sveitarfélagi né heldur neina aðstöðu fyrir lögreglu. Í árslok 2023 gaf ríkislögreglustjóri út skýrslu sem fjallar um…Lesa meira

true

Baldri kippt úr Breiðafjarðarsiglingum

Ferjuleiðir, rekstraraðilar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, hafa tilkynnt að síðasta ferð Baldurs, áður en skipið verður notað til að leysa Herjólf af 8. september, verði föstudaginn 5. september. Í tilkynningu frá Ferjuleiðum segir: „Baldur mun leysa af Herjólf í siglingum til og frá Vestmannaeyjum frá og með 8. september. Baldur siglir síðustu ferðina yfir Breiðafjörð þann 5.…Lesa meira

true

Jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni lokið

Jökulhlaupinu úr Hafrafellslóni, sem hófst föstudaginn 20. ágúst, er að ljúka. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að vatnshæð og rennsli í Hvítá er nú svipað og var fyrir hlaupið. Aðfararnótt sunnudags mældust tveir toppar á vatnshæð í Hvítá ofan Húsafells, með nokkurra klukkustunda millibili. Þeir marka hámark hlaupsins. Rennsli í Hvítá við mælistaðinn Kljáfoss, um…Lesa meira

true

Metfjöldi tók þátt í Beint frá býli deginum

Í gær var árlegur Beint frá býli dagur haldinn á nokkrum stöðum á landinu. Daginn skipuleggja Samtök smáframleiðenda matvæla og félagið Beint frá býli. Markmiðið er að vekja athygli á hugmyndafræði beint frá býli, efla tengsl smáframleiðenda og neytenda og að selja vörur milliliðalaust. Að þessu sinni voru ábúendur á Erpsstöðum í Dölum gestgjafarnir. Að…Lesa meira

true

Minningarsjóður Kirkjubólshjóna veitir verðlaun

Linda Vilhjálmsdóttir og Freyjukórinn verðlaunuð Ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar og Borgfirsk menningarverðlaun voru veitt í tólfta sinn í Reykholtskirkju síðastliðinn laugardag. Verðlaunahafar voru Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld og Freyjukórinn, kvennakór sem starfaði hefur í Borgarfirði um langt skeið. Dýrmætt svigrúm til að yrkja Verðlaunin eru veitt á vegum minningarsjóðs Guðmundar skálds frá Kirkjubóli í Hvítársíðu og Ingibjargar…Lesa meira

true

Fræsa hvinrendur – umferð beint um Melasveitarveg á meðan

Þriðjudagskvöldið 26. ágúst er stefnt á fræsiframkvæmdir á hringveginum framhjá Melasveit. Kaflinn er um 1200 metrar að lengd og verður umferð á leiðinni suður send hjáleið um Melasveitarveg og umferð á leiðinni norður ekur meðfram vinnusvæðinu. Hámarkshraði verður lækkaður og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi…Lesa meira

true

Alzheimersamtökin með fræðslu á Snæfellsnesi

Alzheimersamtökin bjóða til fræðslu á Snæfellsnesi á morgun og miðvikudag, dagana 26. og 27. ágúst, í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi þar sem starf samtakanna verður kynnt og fjallað um heilabilun, góð samskipti og stuðning við aðstandendur. Fræðslufundirnir eru opnir öllum áhugasömum og aðgangur er ókeypis. Meiri þekking og minni fordómar Eitt af meginmarkmiðum Alzheimersamtakanna er…Lesa meira