Fréttir

Hús kynslóðanna tekið að rísa úr jörðu

Framkvæmdir eru nú á fullu við byggingu Húss kynslóðanna við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Þar munu á neðstu hæð verða nemendagarðar Menntaskóla Borgarfjarðar en tólf íbúðir fyrir eldri borgara á efri þremur hæðum. Bílakjallari mun rúma bílastæði fyrir allar íbúðir en töluvert mikið þurfti að sprengja til að gera pláss fyrir hann. Húsið er staðsteypt eins og sjá má.