Fréttir

Baldri kippt úr Breiðafjarðarsiglingum

Ferjuleiðir, rekstraraðilar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs, hafa tilkynnt að síðasta ferð Baldurs, áður en skipið verður notað til að leysa Herjólf af 8. september, verði föstudaginn 5. september. Í tilkynningu frá Ferjuleiðum segir: „Baldur mun leysa af Herjólf í siglingum til og frá Vestmannaeyjum frá og með 8. september. Baldur siglir síðustu ferðina yfir Breiðafjörð þann 5. september. Á meðan verður siglt út í Flatey þrisvar sinnum í viku; á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Nánari upplýsingar má nálgast í síma 562-8000 eða á netfanginu ferja@ferja.is