Fréttir

Fræsa hvinrendur – umferð beint um Melasveitarveg á meðan

Þriðjudagskvöldið 26. ágúst er stefnt á fræsiframkvæmdir á hringveginum framhjá Melasveit. Kaflinn er um 1200 metrar að lengd og verður umferð á leiðinni suður send hjáleið um Melasveitarveg og umferð á leiðinni norður ekur meðfram vinnusvæðinu.

Hámarkshraði verður lækkaður og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 23:30 þriðjudaginn 26. ágúst.

Fræsa hvinrendur - umferð beint um Melasveitarveg á meðan - Skessuhorn