Fréttir

Orkuveitan hagnaðist um 4,9 milljarða á fyrri hluta ársins

Orkuveitan var rekin með 4,9 milljarða króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðunnar. Til Orkuveitunnar teljast, auk móðurfélagsins, Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Þessi niðurstaða er nokkuð jákvæðari en á sama tímabili fyrra árs, þegar hagnaður nam 4,3 milljörðum króna. Á fyrri helmingi ársins jukust rekstrargjöld um 340 m.kr. en rekstrartekjur um 973 m.kr. á sama tímabili. Það gerist þrátt fyrir að samdráttur hafi orðið í tekjum á öðrum ársfjórðungi milli ára.