Fréttir

Alzheimersamtökin með fræðslu á Snæfellsnesi

Alzheimersamtökin bjóða til fræðslu á Snæfellsnesi á morgun og miðvikudag, dagana 26. og 27. ágúst, í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi þar sem starf samtakanna verður kynnt og fjallað um heilabilun, góð samskipti og stuðning við aðstandendur. Fræðslufundirnir eru opnir öllum áhugasömum og aðgangur er ókeypis.