
Hagamelur í sumarblíðunni í liðinni viku. Ljósm. mm
Hvalfjarðarsveit óskar eftir tillögum frá íbúum
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur óskað eftir ábendingum og tillögum frá íbúum sveitarfélagsins vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2026-2029. Í tilkynningu segir að allar tillögur og ábendingar verði teknar til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar. Ábendingar frá íbúum geta til dæmis snúið að nýjum verkefnum, tillögum til hagræðingar í rekstri, verkefnum sem leggja þarf áherslu á eða annað sem íbúar telja mikilvægt að taka til skoðunar.