Fréttir

true

Djúpstæð gjá milli íbúa Skorradalshrepps

Á sameiginlegum íbúafundi um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, sem haldinn var í Borgarnesi í gærkvöldi, kom skýrt fram hversu djúpstæð gjá er á milli íbúa Skorradalshrepps í afstöðu til sameiningar. Þung orð féllu á milli fylkinga þeirra er sameinast vilja Borgarbyggð og þeirra er andvígir eru sameiningu. Brigsl eru uppi um að…Lesa meira

true

Helena hætt við að taka starf íþróttafulltrúa

Helena Ólafsdóttir, sem í vor var ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar, hefur sagt starfi sínum lausu af fjölskylduástæðum. Helena var ráðin til starfans í apríl eftir ráðningarferli þar sem alls bárust níu umsóknir um starfið. Bæjarráð Grundarfjarðar fjallaði á dögunum um uppsögn Helenu dögunum og ákvað að veita bæjarfulltrúunum Davíð Magnússyni og Lofti Árna Björgvinssyni…Lesa meira

true

Sveitarstjórn svarar pistli Vilhjálms fullum hálsi

„Það kemur á óvart og eru veruleg vonbrigði að lesa pistil Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem ekki er rétt farið með fjölda staðreynda og forsendur ýmissa verkefna og málefna Hvalfjarðarsveitar,“ segir í aðsendri grein Sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar hér á vefnum. „Betra hefði verið að Vilhjálmur hefði haft réttar upplýsingar um þau málefni sem hann…Lesa meira

true

Úrval gjafavöruverslana til sölu

Athygli vekur að nú eru að minnsta kosti þrjár gjafaverslanir á Akranesi og í Borgarnesi auglýstar til sölu. Verslunin Brúartorg í Borgarnesi er ein þeirra, en þar er að baki áratuga farsæll og fjölbreyttur rekstur. Lífsstíls- og fataverslunin Fok er í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi á sama stað og þar er um sjö ára rekstur að baki.…Lesa meira

true

Atvinnuleysi var 3,2% í júlí

Samkvæmt mælingu Vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar var atvinnuleysi meðal fólks á aldrinum 16 til 74 ára 3,2% í júlí 2025. Fjöldi atvinnulausra var um 7.800. Hlutfall starfandi var 80,3%, sem samsvarar tæplega 233.000 einstaklingum og atvinnuþátttaka var 83%, eða um 240.800 manns á vinnumarkaði.Lesa meira

true

Sjávarútvegssýning í Laugardalshöll 10.-12. september

Sjávarútvegssýningin „Sjávarútvegur / Iceland fishing expo 2025“ verður haldin dagana 10. – 12. september næstkomandi í Laugardalshöll. Er sýningin sú fjórða og sú stærsta til þessa. Að sýningunni stendur sýningarfyrirtækið Ritsýn sf. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri þess segist finna fyrir miklum áhuga á sýningunni bæði hér innanlands og víða um heim. „Sýningin stækkar með hverju…Lesa meira

true

Glaðbeittir grunnskólanemar að hefja vetrarstarfið

Það eru ávallt mikil og um margt spennandi tímamót þegar grunnskólarnir hefja störf að hausti. Að sjálfsögðu er spenningurinn mestur hjá þeim er þá stíga fyrstu sporin á þessari gjöfulu þroskabraut sem grunnskólanámið er. Hjá foreldrum er spenningurinn líka sá að með upphafi skólahaldsins kemst lífið aftur í sínar föstu skorður eftir dásemdir og frjálsræði…Lesa meira

true

Talsvert um óhöpp og slys í liðinni viku

Vinnuslys varð í vikunni sem leið á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Maður klemmdist, slasaðist á hendi og var fluttur undir læknishendur. Bílvelta varð á Uxahryggjavegi. Þar voru erlendir ferðamenn á ferð en þá sakaði ekki en bifreið þeirra hafnaði utan vegar og á hvolfi. Bílvelta varð við Hraunhreppsveg, einnig án slysa á fólki. Þá hafnaði bifreið…Lesa meira

true

Umferð beint um Heydal vegna malbikunar á Bröttubrekku

Minnt er á að í dag og á morgun, frá kl. 8-20 báða dagana, stendur yfir malbikun á Bröttubrekku. Á meðan er umferð beint um bágborinn Heydalsveg og Laxárdalsheiði. Íbúar í Hnappadal hafa kvartað undan litlu viðhaldi vegarins um Heydal, en Vegagerðin ber við peningaleysi þegar beðið er um að vegurinn sé heflaður. Nú er…Lesa meira

true

Laxveiði án leyfis

Erlendir ferðamenn voru staðnir að verki við veiðar í laxveiðiá í Borgarfirði í vikunni, án þess að vera með veiðileyfi. Slíkt kallar á sekt, upptöku afla og veiðarfæra. Þá voru tvær minniháttar líkamsárásir sem komu inn á borð Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku og eru málin til rannsóknar.Lesa meira