
Síðast var sýning í Laugardalshöll árið 2022.
Sjávarútvegssýning í Laugardalshöll 10.-12. september
Sjávarútvegssýningin „Sjávarútvegur / Iceland fishing expo 2025“ verður haldin dagana 10. - 12. september næstkomandi í Laugardalshöll. Er sýningin sú fjórða og sú stærsta til þessa. Að sýningunni stendur sýningarfyrirtækið Ritsýn sf. Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri þess segist finna fyrir miklum áhuga á sýningunni bæði hér innanlands og víða um heim.