Fréttir
Fok lífsstíls- og gjafavöruverslun í Borgarnesi er nú auglýst til sölu.

Úrval gjafavöruverslana til sölu

Athygli vekur að nú eru að minnsta kosti þrjár gjafaverslanir á Akranesi og í Borgarnesi auglýstar til sölu. Verslunin Brúartorg í Borgarnesi er ein þeirra, en þar er að baki áratuga farsæll og fjölbreyttur rekstur. Lífsstíls- og fataverslunin Fok er í verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi á sama stað og þar er um sjö ára rekstur að baki. Á Akranesi var blóma- gjafavöru- og skartgripaverslunin Módel við Þjóðbraut auglýst til sölu í vor og þar er um að ræða fjölskyldufyrirtæki með margs konar vörur sem á sér sögu allt aftur til ársins 1992. Það eru því nokkur kauptækifæri í gangi fyrir fólk sem vill freista gæfunnar í kaupmennsku.