
Samstarfsnefndin sat fyrir svörum fundarmanna. Texti og myndir: hj
Djúpstæð gjá milli íbúa Skorradalshrepps
Á sameiginlegum íbúafundi um tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps, sem haldinn var í Borgarnesi í gærkvöldi, kom skýrt fram hversu djúpstæð gjá er á milli íbúa Skorradalshrepps í afstöðu til sameiningar. Þung orð féllu á milli fylkinga þeirra er sameinast vilja Borgarbyggð og þeirra er andvígir eru sameiningu. Brigsl eru uppi um að hópur fólks sé með lögheimili í Skorradalshreppi en ekki búsetu í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir sameiningu.