
Sveitarstjórn svarar pistli Vilhjálms fullum hálsi
„Það kemur á óvart og eru veruleg vonbrigði að lesa pistil Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, þar sem ekki er rétt farið með fjölda staðreynda og forsendur ýmissa verkefna og málefna Hvalfjarðarsveitar,“ segir í aðsendri grein Sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar hér á vefnum. „Betra hefði verið að Vilhjálmur hefði haft réttar upplýsingar um þau málefni sem hann fjallar um í pistli sínum sem upphaflega birtist á fésbókarsíðu hans síðasta þriðjudag og frétt sem birtist í Skessuhorni í gær. Það er öllum til bóta að birtar séu réttar upplýsingar í stað þess að setja fram rangfærslur sem þarf nú að leiðrétta og er það tilgangurinn með þessum skrifum sem vonir standa til að rati nú til allra þeirra sem lesið hafa pistil Vilhjálms.“