
Á leið í skólann. Ljósm. úr safni/tfk
Glaðbeittir grunnskólanemar að hefja vetrarstarfið
Það eru ávallt mikil og um margt spennandi tímamót þegar grunnskólarnir hefja störf að hausti. Að sjálfsögðu er spenningurinn mestur hjá þeim er þá stíga fyrstu sporin á þessari gjöfulu þroskabraut sem grunnskólanámið er. Hjá foreldrum er spenningurinn líka sá að með upphafi skólahaldsins kemst lífið aftur í sínar föstu skorður eftir dásemdir og frjálsræði sumarsins. Eins og fyrri ár hafði Skessuhorn samband við skólastjóra grunnskólanna á Vesturlandi til að fræðast um stöðu mál. Hér að neðan eru svöru þeirra.