Fréttir

true

Fjárréttir á Vesturlandi í haust

Lunddælingar flýta enn göngum og réttum Bændablaðið birtir í dag samantekt sína yfir fjár- og stóðréttir á landinu í haust. Fyrstu réttir á Vesturlandi verða í næstu viku, þ.e. miðvikudaginn 3. september þegar réttað verður í Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal. Þar tók fjallskilanefnd þá ákvörðun að flýta leitum um viku, en fyrir fáum árum hefði hún…Lesa meira

true

Faxaflóahafnir fresta margföldun á leiguverði á Breiðinni

Faxaflóahafnir hafa ákveðið að setja ákveðið lágmark á leigugjald sem fyrirtækið innheimtir af viðskiptavinum sínum vegna geymslusvæðis á Breiðinni á Akranesi. Lágmarksgjaldið veldur því að leiga til lítilla útgerða hækkar margfalt í verði. Viðskiptavinir hafa engar skýringar fengið á hækkuninni enda hafa þeir ekki náð sambandi við fyrirtækið. Stjórnendur Faxaflóahafna harma hnökra á samskiptum vegna…Lesa meira

true

Grind risin og yleiningar taka að rísa

Búið er að reisa límtréssperrur frá Límtré Vírneti í nýtt 1600 fermetra iðngarðahús við Melabraut 4a og 4b á Hvanneyri. Húsið er 28 metra breitt og 57 metrar að lengd. Það stendur austast í þorpinu, við hlið húsnæðis Jörva ehf. Unnið er þessa dagana við að flytja yleiningar í húsið frá Flúðum og notaðir þrír…Lesa meira

true

Tveir íbúar á eyðibýli á kjörskrá í Skorradalshreppi

Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns í morgun varð talsverð umræða á íbúafundi í Borgarnesi um kjörskrá þá er liggur til grundvallar í Skorradalshreppi vegna íbúakosningar um tillögu að sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Var meðal annars nefnt að íbúar væru skráðir til lögheimilis á eyðibýli í hreppnum. Í dag eru 63 íbúar í Skorradalshreppi…Lesa meira

true

Lokafrestur í dag til að gera athugasemdir við aðalskipulag

Á skipulagsgátt er að finna fjölmargar upplýsingar um endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar fyrir árin 2025-2037. Lokafrestur til að gera athugasemdir við það rennur út í dag, 28. ágúst. „Tilgangurinn með endurskoðun aðalskipulagsins er að laga skipulagið að breyttum forsendum, lögum, reglugerðum, áætlunum og  stefnumörkun stjórnvalda svo hægt verði að takast á við þær áskoranir sem fyrir…Lesa meira

true

Tvíburasystur áfram í landsliðshópi U-16

Aldís Ylfa Heimisdóttir, landsliðsþjálfari U-16 kvenna, hefur valið leikmannahóp til æfinga dagana 9. og 10. september næstkomandi. Æfingarnar fara fram á Avis vellinum hjá Þrótti í Reykjavík. Fulltrúar ÍA í hópnum eru tvíburasysturnar Nadía Steinunn og Elía Valdís Elísdætur. En þær voru einnig báðar í æfingahópi U-16 fyrr í þessum mánuði. Þess má geta að…Lesa meira