
Þannig leit húsgrindin út í gær og verið að flytja yleiningar á byggingarstað. Ljósm. Kristín Jónsdóttir
Grind risin og yleiningar taka að rísa
Búið er að reisa límtréssperrur frá Límtré Vírneti í nýtt 1600 fermetra iðngarðahús við Melabraut 4a og 4b á Hvanneyri. Húsið er 28 metra breitt og 57 metrar að lengd. Það stendur austast í þorpinu, við hlið húsnæðis Jörva ehf. Unnið er þessa dagana við að flytja yleiningar í húsið frá Flúðum og notaðir þrír trailer flutningabílar frá Hálstaki ehf. Að sögn Tryggva Vals Sæmundssonar er ráðgert að fara átta ferðir til að koma einingunum öllum á áfangastað. Að framkvæmdinni stendur Melabraut byggingarfélag ehf.