
Svipmynd frá Hesti í Andakíl.
Lokafrestur í dag til að gera athugasemdir við aðalskipulag
Á skipulagsgátt er að finna fjölmargar upplýsingar um endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar fyrir árin 2025-2037. Lokafrestur til að gera athugasemdir við það rennur út í dag, 28. ágúst. „Tilgangurinn með endurskoðun aðalskipulagsins er að laga skipulagið að breyttum forsendum, lögum, reglugerðum, áætlunum og stefnumörkun stjórnvalda svo hægt verði að takast á við þær áskoranir sem fyrir liggja. Við endurskoðunina verður mótuð stefna um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í sveitarfélaginu öllu,“ segir í kynningu.