Fréttir
Stóra-Drageyri þar sem nú er í fyrsta skipti í 59 ár komin búseta, ef marka má Þjóðskrá. Ljósm: skogur.is

Tveir íbúar á eyðibýli á kjörskrá í Skorradalshreppi

Líkt og kom fram í frétt Skessuhorns í morgun varð talsverð umræða á íbúafundi í Borgarnesi um kjörskrá þá er liggur til grundvallar í Skorradalshreppi vegna íbúakosningar um tillögu að sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Var meðal annars nefnt að íbúar væru skráðir til lögheimilis á eyðibýli í hreppnum.