
Svipmynd af geymslusvæðinu sem um ræðir. Ljósm. hj
Faxaflóahafnir fresta margföldun á leiguverði á Breiðinni
Faxaflóahafnir hafa ákveðið að setja ákveðið lágmark á leigugjald sem fyrirtækið innheimtir af viðskiptavinum sínum vegna geymslusvæðis á Breiðinni á Akranesi. Lágmarksgjaldið veldur því að leiga til lítilla útgerða hækkar margfalt í verði. Viðskiptavinir hafa engar skýringar fengið á hækkuninni enda hafa þeir ekki náð sambandi við fyrirtækið. Stjórnendur Faxaflóahafna harma hnökra á samskiptum vegna hækkunarinnar og eftir að blaðamaður Skessuhorns fór að spyrjast fyrir um málið ákváðu stjórnendur að fresta gildistöku til áramóta.