Fréttir

Styttist í sýningarlok á Bergmáli

Laugardaginn 9. ágúst sl. var opnuð sýningin Bergmál - Ekko í Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla. Sýningin er samstarfsverkefni sex listakvenna, þriggja frá Íslandi og þriggja frá Noregi undir heitinu Ecophilosopic Dialouges. Verkefnið hófst með formlegum hætti vorið 2022 og er unnið til skiptis á Íslandi og Noregi við sýningarhald, vinnustofudvöl og fleira. Því er ætlað að skapa tengslanet milli listamanna landanna tveggja þar sem unnið er mismunandi nálgun í fjölbreytta miðla. Könnuð eru líkindi og munur á menningu, tungumáli og náttúru landanna það sem þeir skapa hver við annars hlið, ýmist heima eða á nýjum slóðum. Hér er um einhverskonar samsköpun að ræða þar sem hver skapar út frá eigin upplifun í samvinnu eða samveru við aðra, þar sem miðlum og kennum út frá sérfræðiþekkingu hverrar og einnar en þó með persónulegum hætti. Sýningin er opin til 4. september nk.