
Frá nýnemadegi við háskólann. Ljósm. James Einar Becker.
Fjöldamet á nemendagörðum hjá LbhÍ og haustið fer vel af stað
Aðsókn að Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er góð í ár, að sögn Ragnheiðar Þórarinsdóttur rektors. Mánudaginn 18. ágúst var tekið á móti nýnemum í skólann. Aðsóknin í í búfræðina er sérstaklega góð þar sem 31 staðnemendur og 15 fjarnemendur hefja nám. Þá hefja 76 nemendur grunnnám við háskólann og 32 meistaranám. Þrír nýir doktorsnemendur eru væntanlegir á næstu vikum, en þó nokkrir hafa nýverið lokið doktorsnámi eða eru á lokametrunum við að ljúka doktorsnámi sínu við háskólann. Segir Ragnheiður það ánægjulegt að fá nýja nemendur inn.