
Starf sóknarprests í Stafholti verður auglýst
Eins og greint var í frétt hér á vefnum á sunnudaginn hefur séra Anna Eiríksdóttir sóknarprestur í Stafholti ákveðið starfslok sín í Borgarfirði laugardaginn 30. ágúst nk. Hún mun fari í starf hjá Selfosskirkju 1. september. Undir prestakallið í Stafholti heyrir Hvammssókn, Norðtungusókn auk Stafholtssóknar. Heimir Hannesson, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, staðfesti við Skessuhorn síðdegis í dag að starf sóknarprests í Stafholti verði auglýst til laust umsóknar. Heimir segir að ástæða þess að ekki er búið að auglýsa starfi sé sú að búist hafi verið við að séra Anna yrði í því lengur fram á haustið. Nú taki við, samkvæmt verklagsreglum Biskupsstofu, að fara í þarfagreiningu. Skipuð verður nefnd fulltrúa allra sókna í prestakallinu auk fulltrúi Biskupsstofu. Því næst verður staðan auglýst. Heimir staðfestir þannig að ekki standi annað til en nýr prestur verði ráðinn til starfa með aðsetur í Stafholti.