
Segir tíma kominn til að Akraneskaupstaður verji sína hagsmuni
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness skrifar á FB síðu sína í gær pistil sem vakið hefur upp hörð viðbrögð. „Það er löngu orðið ljóst að Hvalfjarðarsveit hefur engan hug á að sameinast Akraneskaupstað. Það er mikilvægt að skattgreiðendur á Akranesi átti sig á því að í dag eru í gildi fjöldi samstarfssamninga þar sem Akraneskaupstaður tekur að sér þjónustu fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar – svo sem slökkviliðs- og brunavarnir, félagsþjónustu, íþróttastarf barna og ungmenna og málefni aldraðra,“ skrifar Vilhjálmur.