Fréttir

true

Fundadagur hjá sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi

Í gær fóru fram aðalfundir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og undirstofnana á Hótel Hamri í Borgarnesi. Þar á seturétt sveitarstjórnarfólk úr landshlutanum og mættu 25 af 27 á fundinn auk sveitar- og bæjarstjóra og starfsfólks samtakanna. Fyrir hádegi voru aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Eftir hádegi fór síðan aðalfundur SSV…Lesa meira

true

Ungmenni af Vesturlandi taka þátt í Músíktilraunum

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur að þessu sinni yfir dagana 27. mars til 6. apríl og fram fer í Hörpu í Reykjavík.. Ungmenni á aldrinum 13 til 25 ára geta skráð sig til leiks en í ár taka nokkur ungmenni þátt frá Vesturlandi. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í þessu unga og efnilega tónlistarfólki. Bjarki Berg Bjarki…Lesa meira

true

Snæfell undirbýr sig fyrir úrslitakeppni

Snæfell heimsækir Hamar í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta næstkomandi laugardag, en um er að ræða átta liða úrslit 1. deildar karla og fer eitt lið upp ásamt deildarmeisturum ÍA í Bónus deildina á næsta tímabili. „Við komum inn í úrslitakeppnina með tvær framlengingar á bakinu á móti hörku liðum. Síðasti leikurinn í…Lesa meira

true

Læknir kom honum á sporið í fluguhnýtingum

Rætt við Jóhann Ólaf sem byrjaði fluguhnýtingar eftir alvarlegt bílslys haustið 2022 Jóhann Ólafur Björnsson er fráskilinn 35 ára, þriggja barna faðir á Akranesi. Hann býr í kjallara eldra húss við Suðurgötu en á efri hæðinni býr fyrrum eiginkona og þrjú börn þeirra; fimm, sjö og tíu ára að aldri. Forræðið er sameiginlegt með börnunum…Lesa meira

true

Söngleikurinn Gauragangur frumsýndur í Bíóhöllinni

Leiklistarklúbburinn Melló í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frumsýnir söngleikinn Gauragang föstudaginn 28. mars næstkomandi í Bíóhöllinni. Einar Viðarsson er leikstjóri, Elfa Margrét Ingvadóttir sér um tónlistarstjórn og Sandra Ómarsdóttir um öll dansatriði. Gauragangur hefur tvisvar áður verið sýndur af nemendum FVA, fyrst árið 2004 og síðan tíu árum síðar eða 2014 og var þá leikstýrt…Lesa meira

true

Íbúaþing fór fram á Reykhólum

Um liðna helgi var íbúaþing haldið á Reykhólum. Það var upphaf þátttöku Reykhólahrepps í verkefninu Brothættar byggðir, sem er leitt af Byggðastofnun en Vestfjarðastofa er einnig þátttakandi. Verkefnisstjóri er Embla Dögg Bachmann á Reykhólum og stjórn verkefnisins skipa fulltrúar Byggðastofnunar; Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, frá Vestfjarðastofu Aðalsteinn Óskarsson, fulltrúi sveitarstjórnar Reykhólahrepps er Hrefna…Lesa meira

true

Snjallverslun Krónunnar mætt á Akranes

Bæjarbúar á Akranesi geta nú pantað matvöru í gegnum Snjallverslun Krónunnar og fengið sent heim að dyrum. Krónan er fyrsta verslunin til að bjóða upp á slíka snjallþjónustu en því skal haldið til haga að Einarsbúð á Akranesi hefur í áratugi ekið með vörur heim til viðskiptavina sinna sem hringja inn pantanir. Í tilkynningu frá…Lesa meira

true

Skipulag við Kallhamar og Hamraenda kynnt í Stykkishólmi

Tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms vegna fyrirhugaðra breytinga á athafnasvæðum við Kallhamar, Hamraenda og Flugstöð voru kynntar á opnum fundi á Amtsbókasafninu í Stykkishólmi í gær. Bæring Bjarnar Jónsson skipulagshönnuður fór yfir deiliskipulagstillögu fyrir Hamraenda en þar er gert ráð fyrir frekari athafnasvæði og teygir sig yfir óbyggt svæði í suðvestur átt. Markmið með…Lesa meira

true

Ólafur gerður að heiðursfélaga Dýraverndarsambandsins

Ólafur Dýrmundsson var gerður heiðursfélagi í Dýraverndarsambandi Íslands á 111 ára afmælishátíð sambandsins sem haldin var um helgina. Ólafur fékk snemma áhuga á dýrum og búskap, en hann varð fyrst fjárbóndi í Vogahverfinu í Reykjavík 13 ára gamall. Hann hefur um áratugaskeið helgað sig velferð dýra, bæði í störfum sínum við málefni landbúnaðar en einnig…Lesa meira

true

Portúgalar áhugasamir um STEAM verkefnið í MB

STEAM verkefnið í Menntaskóla Borgarfjarðar hefur vakið verðskuldaðan áhuga og einnig út fyrir landsteinana. Nafnið STEAM er nám og kennsla og stendur skammstöfunin fyrir Science, Technology, Engineering, Art og Mathematics. Í þessari viku er í heimsókn í skólanum hópur nemenda og kennara frá skóla í Portúgal en hópurinn vill kynnast STEAM þróuninni í MB, skiptast…Lesa meira