Íþróttir
Gunnlaugur Smárason þjálfari Snæfells.

Snæfell undirbýr sig fyrir úrslitakeppni

Snæfell heimsækir Hamar í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfubolta næstkomandi laugardag, en um er að ræða átta liða úrslit 1. deildar karla og fer eitt lið upp ásamt deildarmeisturum ÍA í Bónus deildina á næsta tímabili. „Við komum inn í úrslitakeppnina með tvær framlengingar á bakinu á móti hörku liðum. Síðasti leikurinn í deildarkeppninni var einmitt á móti Hamri og tapaðist leikurinn eftir framlengingu í Hveragerði,“ segir Gunnlaugur Smárason þjálfari Snæfells í samtali við Skessuhorn. Fyrir tímabilið var Hamri spáð efsta sæti deildarinnar en Gunnlaugur segir að það sé það skemmtilega við íþróttir, að allt getur gerst. „Við komum inn í einvígið sem litla liðið og verðum væntanlega með okkar framlagshæsta mann í banni í fyrsta leik, sem segir okkur að við þurfum að kafa dýpra og vera með enn meiri orku til þess að ná sigri í fyrsta leik. Það er verkefni sem allir leikmenn vilja fá og leysa,“ segir Gunnlaugur.

Snæfell undirbýr sig fyrir úrslitakeppni - Skessuhorn