Fréttir
Mynd frá æfingu í vikunni. Ljósm. vaks

Söngleikurinn Gauragangur frumsýndur í Bíóhöllinni

Leiklistarklúbburinn Melló í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frumsýnir söngleikinn Gauragang föstudaginn 28. mars næstkomandi í Bíóhöllinni. Einar Viðarsson er leikstjóri, Elfa Margrét Ingvadóttir sér um tónlistarstjórn og Sandra Ómarsdóttir um öll dansatriði. Gauragangur hefur tvisvar áður verið sýndur af nemendum FVA, fyrst árið 2004 og síðan tíu árum síðar eða 2014 og var þá leikstýrt af þeim Halla Melló og Gunnari Sturlu Hervarssyni. Um 50 manns taka nú þátt í sýningunni og svo bætast við um þrjátíu sem sjá um markaðsmál, búninga, leikmynd, förðun og fleira. Blaðamaður Skessuhorns kom við í Bíóhöllinni í byrjun vikunnar og ræddi stuttlega við Einar Viðarsson leikstjóra um sýninguna.