Fréttir
Heiðursfélaginn Ólafur Dýrmundsson og Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. Ljósm. Þorgerður Ásmundsdóttir.

Ólafur gerður að heiðursfélaga Dýraverndarsambandsins

Ólafur Dýrmundsson var gerður heiðursfélagi í Dýraverndarsambandi Íslands á 111 ára afmælishátíð sambandsins sem haldin var um helgina. Ólafur fékk snemma áhuga á dýrum og búskap, en hann varð fyrst fjárbóndi í Vogahverfinu í Reykjavík 13 ára gamall. Hann hefur um áratugaskeið helgað sig velferð dýra, bæði í störfum sínum við málefni landbúnaðar en einnig í ýmsu félagsstarfi. Meðal annars var Ólafur formaður Dýraverndarsambandsins 2007–2012.

Ólafur gerður að heiðursfélaga Dýraverndarsambandsins - Skessuhorn