Fréttir
Svipmynd af aðalfundi SSV. Ljósm. mm

Fundadagur hjá sveitarstjórnarfólki á Vesturlandi

Í gær fóru fram aðalfundir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og undirstofnana á Hótel Hamri í Borgarnesi. Þar á seturétt sveitarstjórnarfólk úr landshlutanum og mættu 25 af 27 á fundinn auk sveitar- og bæjarstjóra og starfsfólks samtakanna. Fyrir hádegi voru aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Eftir hádegi fór síðan aðalfundur SSV fram þar sem reikningar voru lagðir fram og farið yfir starf liðins árs. Fram kom að reksturinn var í jafnvægi svipað og að var stefnt.