Fréttir
Guðrún, framkvæmdastjóri Krónunnar og Sigurður, verslunarstjóri Krónunnar á Akranesi, skjótast með sendingar til Skagamanna á rafmagnsbíl fyrirtækisins. Ljósm. Rúnar Kristmannsson

Snjallverslun Krónunnar mætt á Akranes

Bæjarbúar á Akranesi geta nú pantað matvöru í gegnum Snjallverslun Krónunnar og fengið sent heim að dyrum. Krónan er fyrsta verslunin til að bjóða upp á slíka snjallþjónustu en því skal haldið til haga að Einarsbúð á Akranesi hefur í áratugi ekið með vörur heim til viðskiptavina sinna sem hringja inn pantanir.