Fréttir
Verkefnisstjórnin: Frá vinstri: Aðalsteinn Óskarsson, Guðlaug G.I. Bergsveinsdóttir, Hrefna Jónsdóttir, Embla Dögg Bachman, Vésteinn Tryggvason, Kristján Þ. Halldórsson og Helga Harðardóttir. Ljósm. reykholar.is

Íbúaþing fór fram á Reykhólum

Um liðna helgi var íbúaþing haldið á Reykhólum. Það var upphaf þátttöku Reykhólahrepps í verkefninu Brothættar byggðir, sem er leitt af Byggðastofnun en Vestfjarðastofa er einnig þátttakandi. Verkefnisstjóri er Embla Dögg Bachmann á Reykhólum og stjórn verkefnisins skipa fulltrúar Byggðastofnunar; Helga Harðardóttir og Kristján Þ. Halldórsson, frá Vestfjarðastofu Aðalsteinn Óskarsson, fulltrúi sveitarstjórnar Reykhólahrepps er Hrefna Jónsdóttir og fulltrúar íbúa Guðlaug G. I. Bergsveinsdóttir og Vésteinn Tryggvason.

Íbúaþing fór fram á Reykhólum - Skessuhorn