Fréttir

true

Tungnamenn færa Hans Klaufa á svið og stefna að frumsýningu 9. mars

Leikfélag Stafholtstungna vinnur þessa dagana að uppsetningu á leikritinu um Hans klaufa eftir handriti Leikhópsins Lottu. Sagan er samansett af ævintýrunum um Hans klaufa, Öskubusku og Prinsessuna og froskinn. Að sögn Þorbjargar Sögu Ásgeirsdóttur, formanns leikfélagsins, er stefnt að frumsýningu sunnudaginn 9. mars. ,,Verkið er fjölskylduleikrit fyrir alla aldurshópa en við stefnum á að sýna…Lesa meira

true

Þolinmæði þingmanna á þrotum vegna bágborins ástands veganna

Í ljósi ástands vegakerfisins á Vesturlandi, eins og ítarlega var fjallað um í fréttum fyrir helgi vegna blæðinga á vegum á norðvestanverðu landinu og hættuástands, sendi blaðamaður Skessuhorns á föstudagsmorgun fyrirspurn á alla sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis og spurði hvort og þá hvernig þeir hyggjast bregðast við ástandinu í störfum sínum á þingi. Nú hafa fimm…Lesa meira

true

Stórt verkefni framundan hjá A landsliði karla í körfunni

A landslið karla í körfuknattleik leikur tvo leiki nú í vikunni í undankeppni fyrir Eurobasket 2025. Sem stendur er Ísland í þriðja sæti síns riðils, en þrjú efstu sætin gefa þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer í lok ágúst á þessu ári. Sigur í öðrum hvorum leiknum, eða fjögurra stiga tap eða minna gegn Ungverjalandi…Lesa meira

true

Sveinbjörn Geir kjörinn Skagamaður ársins

Skagamaður ársins 2024 var útnefndur á þorrablóti Skagamanna sem fram fór fyrir fullu íþróttahúsi við Vesturgötu í gærkvöldi. Skagamaður ársins er Sveinbjörn Geir Hlöðversson, formaður knattspyrnufélagsins Kára og driffjöður í starfi félagsins. Það var Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs sem kynnti niðurstöðuna sem meðal annars byggir á fjölda tilnefninga. Líf sagði m.a. að Skagamaður ársins 2024…Lesa meira

true

Bæjarstjórn staðfesti skipulag síðari hluta Dalbrautarreits

Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar á þriðjudag í liðinni viku var til umræðu og afgreiðslu breyting á deiliskipulagi Dalbrautarreits norður. Skipulagssvæðið nær yfir um 1,9 ha að flatarmáli og snýst um lóðirnar Þjóðbraut 9, 11, 13 og 13a en auk þess Dalbraut 10, 14 og 16. Í skipulaginu er gert ráð fyrir þriggja til fimm hæða…Lesa meira

true

Þröstur tekur við ritstjórn Bændablaðsins

Undir vikulok réðu Bændasamtök Íslands Þröst Helgason í starf ritstjóra Bændablaðsins. Á þriðja tug umsókna var um starfið og hafði Hagvangur umsjón með ráðningarferlinu. Tekur Þröstur á næstu vikum við starfinu af Guðrúnu Huldu Pálsdóttur. Þröstur á að baki langan feril í blaðamennsku, ritstjórn og stjórnun fjölmiðla. Hann var dagskrárstjóri Rásar 1 á RÚV í…Lesa meira

true

Sögufylgjunámskeið vakti lukku á Reykhólum

Fyrir nokkrum dögum var haldið á Reykhólum sögufylgjunámskeið með Inga Hans Jónssyni, sem býr í Grundarfirði og Ragnhildi Sigurðardóttur, bónda á Álftavatni í Staðarsveit. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að sögufylgjunámskeiðið hafi verið í röð námskeiða í verkefninu Leiðir til byggðafestu. Með í ferðinni var Hlédís Sveinsdóttir en hún hefur séð um þetta verkefni ásamt…Lesa meira

true

Færri hreindýr verða felld og gjaldið hækkað um fimmtung

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga. Gjald fyrir úthlutun hreindýraveiðileyfis fyrir tarf verður 231.600 kr. og 132.000 kr. fyrir kú. Er það hækkun um 20% frá síðasta veiðitímabili. Það verður svo Náttúruverndarstofnun sem auglýsir og sér um sölu allra…Lesa meira

true

Framkvæmdir hafnar við Borgarbraut 55

Framkvæmdir við tveggja hæða fjölbýlishús við Borgarbraut 55 í Borgarnesi eru farnar af stað. Þar munu verða byggðar 16 íbúðir. Byggingarfélagið heitir SG eignir ehf. og mun húsið verða byggt úr forsteyptum einingum. Hönnun fjölbýlishússins var í höndum Larsen, hönnunar og ráðgjafar.Lesa meira

true

Gáfu Skýjaborg veglega gjöf

Kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit gaf leikskólanum Skýjaborg veglega gjöf um áramótin. Keypti félagið tvö hjól og fjóra sparkbíla ásamt tveimur stöngum sem hægt er að setja á sparkbílana svo þau allra yngstu geta notið líka. Seinnipartinn í janúar fengu börnin gjöfina afhenta í söngstund og var mikil gleði með þessa fallegu gjöf. Í þakklætisskyni var…Lesa meira