Fréttir
Viðvaranir á kortinu umferdin.is síðastliðinn föstudag. Þá voru vegirnir viða ófærir vegna tjörublæðinga og lokaðir fyrir umferð stærri bíla.

Þolinmæði þingmanna á þrotum vegna bágborins ástands veganna

Í ljósi ástands vegakerfisins á Vesturlandi, eins og ítarlega var fjallað um í fréttum fyrir helgi vegna blæðinga á vegum á norðvestanverðu landinu og hættuástands, sendi blaðamaður Skessuhorns á föstudagsmorgun fyrirspurn á alla sjö þingmenn Norðvesturkjördæmis og spurði hvort og þá hvernig þeir hyggjast bregðast við ástandinu í störfum sínum á þingi. Nú hafa fimm þeirra svarað fyrirspurninni; þau Ólafur Adolfsson (D), Lilja Rafney Magnúsdóttir (F), Arna Lára Jónsdóttir (S), María Rut Kristinsdóttir (C) og Ingibjörg Davíðsdóttir (M). Svör þeirra eru hér að neðan. Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins og ráðherra samgöngumála og Stefán Vagn Stefánsson þinmaður Framsóknarflokks hafa ekki sent svör, en sáu skilaboðin.

Þolinmæði þingmanna á þrotum vegna bágborins ástands veganna - Skessuhorn