
Kvenfélagskonur ásamt börnunum. Ljósm. Skýjaborg
Gáfu Skýjaborg veglega gjöf
Kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit gaf leikskólanum Skýjaborg veglega gjöf um áramótin. Keypti félagið tvö hjól og fjóra sparkbíla ásamt tveimur stöngum sem hægt er að setja á sparkbílana svo þau allra yngstu geta notið líka. Seinnipartinn í janúar fengu börnin gjöfina afhenta í söngstund og var mikil gleði með þessa fallegu gjöf. Í þakklætisskyni var kvenfélagskonum boðið í kaffi í leikskólann 11. febrúar sl. Upphaflega átti boðið að vera á Degi leikskólans fimmtudaginn 6. febrúar en vegna rauðrar veðurviðvörunar var því frestað.