Fréttir
Áhugasamir áhorfendur á námskeiðinu. Ljósm. reykholar.is

Sögufylgjunámskeið vakti lukku á Reykhólum

Fyrir nokkrum dögum var haldið á Reykhólum sögufylgjunámskeið með Inga Hans Jónssyni, sem býr í Grundarfirði og Ragnhildi Sigurðardóttur, bónda á Álftavatni í Staðarsveit. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að sögufylgjunámskeiðið hafi verið í röð námskeiða í verkefninu Leiðir til byggðafestu. Með í ferðinni var Hlédís Sveinsdóttir en hún hefur séð um þetta verkefni ásamt Birni Bjarnasyni og haldið utan um námskeiðin.

Sögufylgjunámskeið vakti lukku á Reykhólum - Skessuhorn