Fréttir
Hreindýr eru ekki alltaf vinsæl hjá skógarbændum. Hér eru tarfar í ungum lerkiskógi á Fljótsdalshéraði. Ljósm. úr safni/ Heiður Ósk Helgadóttir

Færri hreindýr verða felld og gjaldið hækkað um fimmtung

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga. Gjald fyrir úthlutun hreindýraveiðileyfis fyrir tarf verður 231.600 kr. og 132.000 kr. fyrir kú. Er það hækkun um 20% frá síðasta veiðitímabili. Það verður svo Náttúruverndarstofnun sem auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimilda.