Fréttir
Leikhópurinn í verkinu. Efri röð f.v: Hrefna Þorbjarnardóttir, Ármann Bjarni Eyjólfsson, Jóhann Gylfi Jóhannsson, Sigurlaug Kjartansdóttir, Linda Rún Pétursdóttir, Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir og Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri. Neðri röð f.v.: Carmen Baldursdóttir, Steinar Trausti Bjarnason og María Ásgeirsdóttir. Ljósm. sþ

Tungnamenn færa Hans Klaufa á svið og stefna að frumsýningu 9. mars

Leikfélag Stafholtstungna vinnur þessa dagana að uppsetningu á leikritinu um Hans klaufa eftir handriti Leikhópsins Lottu. Sagan er samansett af ævintýrunum um Hans klaufa, Öskubusku og Prinsessuna og froskinn. Að sögn Þorbjargar Sögu Ásgeirsdóttur, formanns leikfélagsins, er stefnt að frumsýningu sunnudaginn 9. mars.

Tungnamenn færa Hans Klaufa á svið og stefna að frumsýningu 9. mars - Skessuhorn