Fréttir
Byrjað er á framkvæmdum við Borgarbraut 55 í Borgarnesi. Ljósm. hig

Framkvæmdir hafnar við Borgarbraut 55

Framkvæmdir við tveggja hæða fjölbýlishús við Borgarbraut 55 í Borgarnesi eru farnar af stað. Þar munu verða byggðar 16 íbúðir. Byggingarfélagið heitir SG eignir ehf. og mun húsið verða byggt úr forsteyptum einingum. Hönnun fjölbýlishússins var í höndum Larsen, hönnunar og ráðgjafar.

Framkvæmdir hafnar við Borgarbraut 55 - Skessuhorn