
Stórt verkefni framundan hjá A landsliði karla í körfunni
A landslið karla í körfuknattleik leikur tvo leiki nú í vikunni í undankeppni fyrir Eurobasket 2025. Sem stendur er Ísland í þriðja sæti síns riðils, en þrjú efstu sætin gefa þátttökurétt á lokamótinu sem fram fer í lok ágúst á þessu ári. Sigur í öðrum hvorum leiknum, eða fjögurra stiga tap eða minna gegn Ungverjalandi kemur Íslandi áfram. Liðið hélt af stað til Þýskalands í morgun þar sem það mun æfa næstu þrjá daga áður en farið verður yfir til Ungverjalands. Leikdagar eru: Ungverjaland - Ísland fimmtudaginn 20. febrúar kl 17:00 (að íslenskum tíma) í Szombathely í Ungverjalandi. Seinni leikurinn er heimaleikur gegn Tyrklandi sunnudaginn 23. febrúar kl. 19:30 í Laugardalshöllinni. Miðasala á heimaleikinn fer fram í gegnum Stubb.