Fréttir

true

Knattspyrnufélag ÍA heldur nýtt mót fyrir 4. flokk í sumar

Gatorade-mótið er nýtt mót sem Knattspyrnufélag ÍA í samstarfi við Ölgerðina stendur fyrir í fyrsta skiptið sumarið 2025. Mótið fer fram helgina 8.-10. ágúst sem er fyrsta helgin eftir verslunarmannahelgina og að loknu KSÍ fríi í Íslandsmótum yngri flokka. Mótið verður haldið fyrir yngra ár í 4. aldursflokki karla og fyrir bæði árin í 4.…Lesa meira

true

Færri útlendingar en meira flakk á landanum

Samkvæmt talningu Ferðamálastofnu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll tæplega 121 þúsund í nýliðnum janúar, 5,8% færri en í janúar 2024. Um tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna og Breta. Þar á eftir komu Kínverjar, Þjóðverjar og Frakkar. Brottfarir Íslendinga voru um 48 þúsund í janúar, 22% fleiri en í…Lesa meira

true

Ríflega 32 tíma björgunaraðgerð þegar Jóhanna Gísla fékk í skrúfuna

Snemma í morgun kom Vörður II, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Patreksfirði, til hafnar með Jóhönnu Gísla í togi og skilaði Jóhönnu að bryggju rétt fyrir klukkan 6 í morgun. Þá voru liðnir um 32 klukkustundir síðan Jóhanna Gísla fékk pokann í skrúfuna um 70 sjómílur norðvestur af Látrabjargi og varð fyrir vikið óstjórnhæf. Í tilkynningu…Lesa meira

true

Níundi sigur Skagamanna í röð

ÍA og KV áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á miðvikudagskvöldið og var leikurinn í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Heimamenn voru fyrir viðureignina ósigraðir á heimavelli á öllu tímabilinu og höfðu unnið átta leiki í röð á meðan KV hafði aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. Gestirnir byrjuðu af krafti…Lesa meira

true

Varla er pláss á kortinu fyrir öll varúðarmerkin

Síkvikt kort Vegagerðarinnar á umferdin.is er hin besta upplýsingaveita um ástand vega og færð hverju sinni. Þar eru ökumenn jafnan varaðir við ef einhverjar hættur eru til staðar vegna veðurs, færðar eða ástands vega. Í dag bregður svo við að veður er með allra besta móti miðað við árstíma. En færðin er engu að síður…Lesa meira

true

Örlítil hækkun mjólkurverðs til bænda

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Mánudaginn 17. febrúar hækkar lágmarksverð fyrir 1. flokk mjólkur til bænda um 0,46%, fer úr 136,30 kr./ltr í 136,93 kr./ltr. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1% frá sama tíma. „Hækkun lágmarksverðs mjólkur…Lesa meira

true

Segir að Snæfellingar hafi fengið nóg!

Bæjarstjóri Grundfirðinga skrifar opið bréf – ákall – til fjárveitingavaldsins Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðar birtir í gær opna færslu þar sem hún færir í tal bágt ástand vega á Snæfellsnesi. Fyrirsögnin er; „Snæfellingar hafa fengið nóg!“ Skrifar hún að ástand þjóðveganna hafi sjaldan verið verra. „Vegirnir eru okkar lífæðar, nauðsynlegir grunninnviðir svo við getum stundað…Lesa meira

true

Segja að virkja þurfi viðbragðsáætlun vegna ástands vega í Dölum

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr. Á fundi sveitarstjórnar í gær var vísað í svohljóðandi tilkynningu á vef Vegagerðarinnar um…Lesa meira

true

Ásþungi færður niður í sjö tonn í Dölum

Vegna aukinnar hættu á slitlagsskemmdum og slysahættu sem getur skapast af vetrarblæðingum hefur Vegagerðin ákveðið að takmarka ásþunga við sjö tonn á Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni að Snæfellsnesvegi 54 við Skógstagl (Vestfjarðaveg 60) og frá Búðardal að norðan að Djúpvegi 61 við Þröskulda. Þetta gildir frá hádegi í dag föstudaginn 14. febrúar…Lesa meira