
Knattspyrnufélag ÍA heldur nýtt mót fyrir 4. flokk í sumar
Gatorade-mótið er nýtt mót sem Knattspyrnufélag ÍA í samstarfi við Ölgerðina stendur fyrir í fyrsta skiptið sumarið 2025. Mótið fer fram helgina 8.-10. ágúst sem er fyrsta helgin eftir verslunarmannahelgina og að loknu KSÍ fríi í Íslandsmótum yngri flokka. Mótið verður haldið fyrir yngra ár í 4. aldursflokki karla og fyrir bæði árin í 4. aldursflokki kvenna.