Fréttir

Örlítil hækkun mjólkurverðs til bænda

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Mánudaginn 17. febrúar hækkar lágmarksverð fyrir 1. flokk mjólkur til bænda um 0,46%, fer úr 136,30 kr./ltr í 136,93 kr./ltr. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1% frá sama tíma.

Örlítil hækkun mjólkurverðs til bænda - Skessuhorn