Fréttir
Bikblæðing á hjólbarða bifreiðar í Dölum í gær. Ljósm. aðsend

Segja að virkja þurfi viðbragðsáætlun vegna ástands vega í Dölum

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr. Á fundi sveitarstjórnar í gær var vísað í svohljóðandi tilkynningu á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari 13. febrúar 2025: „„Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.“

Segja að virkja þurfi viðbragðsáætlun vegna ástands vega í Dölum - Skessuhorn