Fréttir
Bikblæðing á hjólbarða bifreiðar í Dölum í gær. Ljósm. aðsend

Ásþungi færður niður í sjö tonn í Dölum

Vegna aukinnar hættu á slitlagsskemmdum og slysahættu sem getur skapast af vetrarblæðingum hefur Vegagerðin ákveðið að takmarka ásþunga við sjö tonn á Vestfjarðavegi 60 frá Hringvegi 1 við Dalsmynni að Snæfellsnesvegi 54 við Skógstagl (Vestfjarðaveg 60) og frá Búðardal að norðan að Djúpvegi 61 við Þröskulda. Þetta gildir frá hádegi í dag föstudaginn 14. febrúar 2025. "Þetta ástand mun að öllum líkindum vara a.m.k fram yfir helgi.  Leiðin um Heydal og Skógarströnd er með 10 tonna ásþunga til Búðardals," segir í tilkynningu.

Ásþungi færður niður í sjö tonn í Dölum - Skessuhorn