Fréttir

true

Jörð heldur áfram að skjálfa á Mýrunum

Síðastliðinn sólarhring hafa 24 jarðskjálftar mælst á afmörkuðu svæði nærri Grjótárvatni ofan við Mýra, en það er um 25 kílómetra norðan við Borgarnes. Stærsti skjálftinn mældist klukkan 8 í morgun, 2,4 stig. Jarðfræðingar sem rætt hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga segja ljóst að kvika sé nú að brjóta sér leið ofar í jarðskorpuna í…Lesa meira

true

Snjóþotur og heitt súkkulaði í Borgarnesi

Í ársbyrjun allt frá árinu 2013 hafa eigendur á Bjargi í Borgarnesi boðið íbúum í heimsókn í eina af fjölmörgum brekkum í Borgarnesi, Bjargsbrekkuna, svokölluðu. Heiður Hörn Hjartardóttir tók á móti gestum með heitt súkkulaði og kexkökum en þó svo að frostið hafi náð niður í 12 gráður á laugardaginn, fylltist brekkan af ýmsum ofurhugum…Lesa meira

true

Álfar og huldufólk verða á ferðinni í kvöld

Á að minnsta kosti tveimur stöðum á Vesturlandi verður þrettándanum fagnað í kvöld og jólin kvödd. Í Borgarnesi verður flugeldasýning í Englendingavík klukkan 18:00. Dagskráin hefst á hátíðlegum nótum með söng og gleði Kirkjukórs Borgarneskirkju. Smákökur og kakó verða í boði veitingastaðarins í Englendingavík og Geirabakarís. Flugeldasýning verður svo í umsjón Björgunarsveitarinnar Brákar og hefst…Lesa meira

true

Samið um byggingu við Borgarbraut 63 í Borgarnesi

Brákarhlíð fasteignafélag ehf skrifaði sl. föstudag undir samning við Atlas verktaka ehf. um að reisa nýtt fjölbýlishús og nemendagarða við Borgarbraut 63 í Borgarnesi. Borgarverk sá um alla jarðvegsvinnu sem fólst meðal annars í talsverðri vinnu við að sprengja klett sem náði inn á byggingarreitinn. Húsið verður fjórar hæðir auk bílakjallara. Á fyrstu hæð verða…Lesa meira

true

Vilja í sameiningu byggja atvinnuhúsnæði í Búðardal

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal. „Um er að ræða tilraunaverkefni af hálfu Byggðastofnunar þar sem markmiðið er að reisa atvinnuhúsnæði á stað þar sem vöntun á fjárfestingu í atvinnuhúsnæði hefur hamlað framþróun og mun stofnunin leggja til allt að 150 milljónir króna í verkefnið,“ segir í…Lesa meira

true

Glitský prýddu himininn

Í birtingu í morgun mátti sjá fjölda glitskýja á himni yfir vestanverðu landinu. Glitský myndast þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu, gjarnan þegar hitastig er undir -70 til -90 °C, og eru þau úr ískristöllum, eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrötum. Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15 – 30…Lesa meira

true

Heimafólk átti ekki roð við gestunum að sunnan á Vesturlandsmótinu

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds var spilað í sal FEBAN á Dalbraut 4 á Akranesi í gær. Mótið var jafnframt silfurstigamót og útskýrir það góða þátttöku spilara sem flestir komu af höfuðborgarsvæðinu. 20 sveitir tóku þátt en spilaðar voru sex tíu spila umferðir. Mótsstjórn var í höndum Þórðar Ingólfssonar, sem reyndar spilaði mestallt mótið í…Lesa meira

true

Harðasti Liverpool stuðningsmaður á Vesturlandi

Spjallað við Hauk Erlingsson formann Liverpool klúbbsins í Borgarnesi Haukur Erlingsson segist hafa byrjað ungur að fylgjast með gengi Liverpool liðsins á Englandi. „Ég var um ellefu ára gamall en það var vinahópurinn sem kveikti áhuga minn á Liverpool. Þetta var gullaldarliðið sem vann allt á þessum tíma og var Ian Rush í miklu uppáhaldi…Lesa meira

true

Skagamenn mæta Fram í fyrsta leik í Bestu deildinni

Drög að niðurröðun leikja í Bestu deild karla, Lengjudeild kvenna og 2. deild karla, hefur verið birt á vef Knattspyrnusambands Íslands. Opnunarleikur Bestu deildar karla verður laugardaginn 5. apríl en þar mæta Íslandsmeistarar Breiðabliks nýliðum Aftureldingar á Kópavogsvelli. Skagamenn eiga fyrsta leik á útivelli gegn Fram sunnudaginn 6. apríl og fyrsti heimaleikur ÍA verður í…Lesa meira

true

Fullt út úr dyrum á Vesturlandsmótinu í bridds

Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds verður spilað á morgun í sal FEBAN, að Dalbraut 4 á Akranesi. Fullbókað er á mótið, með þátttöku 20 sveita. Flestar koma sveitirnar af höfuðborgarsvæðinu, en örfá lið heimamanna munu gera atlögu að halda uppi merkjum landshlutans. Spilamennska hefst klukkan 10 og lýkur fyrir kvöldmat. Meðfylgjandi er svipmynd frá mótinu…Lesa meira