
Allskyns fararskjótar voru í brekkunni en hér eru sex ungmenni á „Tuðrunni“ sem eigendur Bjargs útbjuggu. Ljósm. hig
Snjóþotur og heitt súkkulaði í Borgarnesi
Í ársbyrjun allt frá árinu 2013 hafa eigendur á Bjargi í Borgarnesi boðið íbúum í heimsókn í eina af fjölmörgum brekkum í Borgarnesi, Bjargsbrekkuna, svokölluðu. Heiður Hörn Hjartardóttir tók á móti gestum með heitt súkkulaði og kexkökum en þó svo að frostið hafi náð niður í 12 gráður á laugardaginn, fylltist brekkan af ýmsum ofurhugum sem renndu sér niður brekkuna á allskyns fararskjótum. Gleðin var sannarlega við völd.