
Svipmynd frá mótinu fyrir réttu ári síðan. Ljósm. mm
Fullt út úr dyrum á Vesturlandsmótinu í bridds
Vesturlandsmótið í sveitakeppni í bridds verður spilað á morgun í sal FEBAN, að Dalbraut 4 á Akranesi. Fullbókað er á mótið, með þátttöku 20 sveita. Flestar koma sveitirnar af höfuðborgarsvæðinu, en örfá lið heimamanna munu gera atlögu að halda uppi merkjum landshlutans. Spilamennska hefst klukkan 10 og lýkur fyrir kvöldmat. Meðfylgjandi er svipmynd frá mótinu fyrir ári sem sömuleiðis var vel sótt.